Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 12. ágúst 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ólafur Flóki Stephensen er á reynslu hjá Torino
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Flóki Stephensen, leikmaður Vals fæddur 2004, er þessa dagana á reynslu hjá Torino á Ítalíu.


Njósnari sem starfar með Torino hefur fylgst með Ólafi Flóka um tíma og setti ítalska félagið sig í samband við Val.

Ólafur Flóki er hávaxinn vinstri bakvörður sem sinnir lykilhlutverki hjá 2. flokki félagsins sem er á toppi B-riðils Íslandsmótsins og í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Flóki hefur verið partur af meistaraflokkshóp Vals í sumar en hann er uppalinn hjá Stjörnunni og aðeins nýlega búinn að skipta yfir á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner