Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 12. ágúst 2024 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
Ingi Rafn annar leikmaðurinn til að skora í öllum deildum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunnlendingurinn knái Ingi Rafn Ingibergsson varð í kvöld annar leikmaður Íslandssögunnar til að afreka það að skora í öllum deildum Íslandsmótsins í fótbolta.

Ingi Rafn skoraði í leik Stokkseyri gegn Afríku í 5. deild karla en fimmta deildin var sú eina sem hann hafði ekki skorað í fram að þessu.

Ingi er rúmlega 40 ára gamall og lék lengst af með Selfossi en skoraði tvö mörk í gömlu Landsbankadeild karla þegar hann var leikmaður ÍBV fyrir tæpum 20 árum síðan.

Hann hefur komið mikið að þjálfun Selfoss liðsins eftir að hafa hætt að spila fótbolta með félaginu, auk þess að hafa verið mikið í kringum yngriflokkastarfið.

Ingi Rafn hefur núna skorað í öllum fimm deildum íslenska boltans og er hann annar leikmaðurinn til að freka það, eftir Arilíus Marteinssyni sem er einnig mikill Sunnlendingur.

Til gamans má geta að Arilíus lék aðeins fyrir þrjú félög á sínum ferli, Selfoss, Ægi og Stokkseyri. Ingi Rafn lék einnig fyrir þessi félög, auk ÍBV, Frey og Árborg, á sínum ferli.

Ingi er fæddur 1983 og Arilíus 1984. Þeir léku saman hjá Selfoss fra 2002 til 2005 og aftur frá 2010 til 2011, áður en þeir fóru saman yfir til Ægis í Þorlákshöfn 2012.
Athugasemdir
banner
banner