Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 12. ágúst 2024 15:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Julian Alvarez til Atletico (Staðfest) - Metsala hjá City
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hefur tilkynnt um komu Julian Alvarez til félagsins frá Manchester City. Hann er keyptur á 75 milljónir evra og kaupverðið getur hækkað um 20 milljónir evra til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.

Alvarez er 24 ára og keypti City hann á um 20 milljónir evra frá River Plate í janúar 2022. Salan til Atletico er sú hæsta í sögu Manchester City. Raheem Sterling var fyrir þessa sölu sá dýrasti sem hafði farið frá City.

Hann skrifar undir sex ára samning við Atletico. Hann er næstdýrastur í sögu spænska félagsins, fer fyrir ofan Thomas Lemar sem var sá næstdýrasti. Joao Felix er langdýrastur en hann kostaði 127 milljónir evra þegar hann kom frá Benfica.

Framherjinn hefur verið ansi sigursæll síðustu ár. Hann varð heimsmeistari með Argentínu 2022 og vann svo þrennuna með City um vorið. Í sumar vann hann svo Copa America með landsliðinu.

Alvarez var í stóru hlutverki hjá City á síðasta tímabili en hann var ósáttur við að vera ekki í byrjunarliðinu í allra stærstu leikjunum og vildi því skoða hvaða möguleikar væru í boði annars staðar.

„Teiknararnir voru í fríi" segir við færslu Atletico þar sem hitað er upp fyrir komu Alvarez.


Athugasemdir
banner
banner
banner