Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep: Alvarez vildi fara
Mynd: Getty Images
Julian Alvarez er að ganga í raðir Atletico Madrid frá Manchester City, Atletico er búið að mæta með stóru seðlana og er að klára kaupin.

Alvarez var í stóru hlutverki hjá City á síðasta tímabili en hann var ósáttur við að vera ekki í byrjunarliðinu í allra stærstu leikjunum.

„Hann vildi fara, vildi fá nýja áskorun. Atletico er toppfélag og þegar þeir gáfu í skyn við mig að Alvarez vildi fara þá sagði ég að það væri allt í lagi, ef hann vildi fara. Ímyndið ykkur hann hér ef hann vill ekki vera hérna."

„Bæði félög eru glöð. Ég óska honum alls hins besta og hlakka til að hitta hann svo við getum allir kvatt hann. Það hefur verið ánægjulegt að vinna með honum - ég lærði mikið af honum sem stjóri því stjórar læra af leikmönnum sínum. Vonandi finnur hann það sem hann var að leita að,"
sagði Pep.

Atletico greiðir í heildina tæplega 100 milljónir evra fyrir argentínska framherjann. Hann er 24 ára gamall og skrifar undir fimm ára samning á Spáni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner