Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   mán 12. ágúst 2024 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro loksins búinn að framlengja við Inter (Staðfest)
Mynd: EPA
Lautaro er mikilvægur hlekkur í landsliði Argentínu og var markahæsti leikmaður Copa América í sumar.
Lautaro er mikilvægur hlekkur í landsliði Argentínu og var markahæsti leikmaður Copa América í sumar.
Mynd: Getty Images
Argentínski framherjinn Lautaro Martínez er loksins búinn að gera nýjan samning við Inter eftir miklar umræður síðustu mánuði.

Inter gekk í gegnum eigendaskipti og var framtíðin óljós, en Lautaro er núna búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning.

Lautaro er fyrirliði Inter og kom að 34 mörkum í 44 leikjum á síðustu leiktíð.

Með nýjum samningi fær hann um 10 milljónir evra í árslaun eftir skatt og er launahæsti leikmaður Inter.

Lautaro hefur verið hjá Inter í sex ár og gert magnaða hluti. Hann hefur til að mynda skorað 103 mörk í 206 leikjum í Serie A, auk þess að gefa 33 stoðsendingar.

Hann hefur unnið fjóra stóra titla með Inter en á enn eftir að vinna Evrópukeppni með félaginu eftir að hafa endað í öðru sæti bæði í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner