Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 12. ágúst 2024 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Nóel Atli og Hlynur Freyr með stoðsendingar
Mynd: Aðsent
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Skandinavíu, þar sem hinn 17 ára gamli Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði hjá AaB og lagði upp mark áður en hann fór meiddur af velli.

Nóel Atli spilaði fyrstu 59 mínúturnar gegn Viborg áður en hann meiddist en þá var staðan 2-2. Álaborg vann að lokum 2-3 og er komið með 6 stig eftir 4 fyrstu umferðir nýs tímabils í efstu deild danska boltans.

Í efstu deild sænska boltans var Hlynur Freyr Karlsson í byrjunarliði Brommapojkarna sem gerði sex marka jafntefli í fjörugum leik á útivelli gegn Halmstad.

Hlynur Freyr lék allan leikinn á miðjunni hjá Brommapojkarna og lagði upp síðasta jöfnunarmarkið. Bromma er með 25 stig eftir 18 umferðir, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Í næstefstu deild sænska boltans var Valgeir Valgeirsson í byrjunarliði Örebro sem tapaði á útivelli gegn Örgryte.

Valgeir byrjaði í hægri bakverði en tókst ekki að koma í veg fyrir 3-1 tap. Örebro er með 20 stig eftir 18 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Að lokum vann Norrby heimaleik gegn Torslanda í þriðju efstu deild í Svíþjóð en Guðni Már Ómarsson var ekki í leikmannahópi Norrby, sem er sex stigum frá umspilssæti um sæti í næstu deild fyrir ofan.

Viborg 2 - 3 AaB

Halmstad 3 - 3 Brommapojkarna

Örgryte 3 - 1 Örebro ´

Norrby 1 - 0 Torslanda

Athugasemdir
banner
banner
banner