fim 12. september 2019 18:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Messi um kvöldverðinn hjá Ronaldo: Myndi samþykkja boðið
Lionel Messi og Cristano Ronaldo.
Lionel Messi og Cristano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var í viðtali hjá spænska blaðinu Sport, þar var tekin umræða um Cristano Ronaldo en hann sagði á dögunum að hann vildi gjarnan snæða kvöldverð með Messi einn góðan dag í framtíðinni.

„Við erum góðir félagar, við höfum ekki enn snætt kvöldverð saman en ég vona að það gerist í framtíðinni," sagði Ronaldo á dögunum.

Messi var spurður út í þessi ummæli Portúgalans.

„Ég hef alltaf sagt að það séu engin illindi á milli okkar, við erum kannski ekki bestu vinir enda höfum við aldrei verið liðsfélagar en ég hitti hann alltaf á verðlaunaafhendingum og það er bara gaman."

„Við höfum einmitt spjallað nokkuð mikið í síðustu skipti sem við höfum hist. Ég veit hins vegar ekki hvort það verði kvöldverður, við búum á sitthvorum staðnum og ég veit ekki hvort ég muni hitta á hann á næstunni. Ég myndi klárlega samþykkja boðið ef mér yrði boðið í mat," sagði Messi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner