lau 12. september 2020 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Reynir kom til baka eftir leikhlé - Einherji úr fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í 3. deildinni þar sem Reynir Sandgerði, Elliði og Einherji unnu góða sigra hver á sínum heimavelli.

Sandgerðismenn eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í 2. deildinni ásamt KV eftir sigur á Vængjum Júpíters.

Andi Andri Morina kom Vængjunum yfir í tvígang en heimamenn náðu að snúa stöðunni sér í hag. Elton Barros gerði út um leikinn í síðari hálfleik.

Einherji er þá kominn úr fallsæti eftir frábæran endurkomusigur gegn KFG, sem var 0-2 yfir í leikhlé.

Todor Hristov og Sigurður Donys Sigurðsson sáu um endurkomu Einherja sem eru tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Höttur/Huginn er í fallsæti eftir tap gegn Elliða en pakkinn í neðri hluta deildarinnar er ansi þéttur. Elliði er um miðja deild, þó aðeins fimm stigum frá fallsvæðinu.

Topplið KV vann þá örugglega gegn Sindra en markaskorarar hafa ekki borist.

Reynir S. 5 - 2 Vængir Júpíters
0-1 Andi Andri Morina ('12)
1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('18)
1-2 Andi Andri Morina ('49)
2-2 Krystian Wiktorowicz ('58)
3-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson ('61)
4-2 Elton Renato Livramento Barros ('68)
5-2 Elton Renato Livramento Barros ('75)

Einherji 3 - 2 KFG
0-1 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('12)
0-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('42)
1-2 Todor Hristov ('65)
2-2 Sigurður Donys Sigurðsson ('67)
3-2 Todor Hristov ('73)

Elliði 3 - 2 Höttur/Huginn
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('16)
2-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('25)
3-0 Natan Hjaltalín ('31, víti)
3-1 Samuel Hernandez Gomez ('70)
3-2 Kristján Jakob Ásgrímsson ('72)
Rautt spjald: Þorlákur Breki Þ. Baxter, Höttur ('91)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner