lau 12. september 2020 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Mikilvægur sigur Hauka gegn Gróttu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 2 - 1 Grótta
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('74 )
2-0 Elín Klara Þorkelsdóttir ('80 )
2-1 María Lovísa Jónasdóttir ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Haukar unnu mjög mikilvægan sigur á Gróttu þegar liðin áttust við í hádegisleik í Lengjudeild kvenna.

Bæði lið fengu færi í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Chante Sandiford í marki Hauka varði frábærlega á 67. mínútu og það átti eftir að vera lykilatriði. „Þvílíkt skot hjá Emmu Steinsen en Chante með svakalega vörslu í slána og í út," skrifaði Sara Kristín Víðisdóttir í beinni textalýsingu.

Á 74. mínútu komust Haukar svo yfir þegar Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði. Elín Klara Þorkelsdóttir bætti við marki stuttu síðar. Grótta klóraði í bakkann undir lokin en það var of lítið, of seint.

Í staðinn fyrir að lenda 1-0 undir, fóru Haukar og komust í 2-0. Þær eru með 23 stig í þriðja sæti og er Grótta í fjórða sæti með 19 stig. Haukar eru fjórum stigum frá Keflavík sem er í öðru sæti og því ekki öll von úti hjá Haukum í baráttunni um að fara upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner