Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Klúður áratugarins átti sér stað í Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV Mechelen tapaði fyrir KV Oostende í belgíska boltanum en Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópi Oostende.

Oostende stóð uppi sem sigurvegari, 0-1, og vann sinn fyrsta leik á deildartímabilinu sem þýðir að liðið er með fimm stig eftir fimm umferðir.

Snemma leiks komust heimamenn í algjört dauðafæri en Aster Vranckx fór afar illa að ráði sínu og klúðraði fyrir galopnu marki.

Þetta var svo mikið dauðafæri að menn eru að tala um versta klúður áratugarins ef ekki aldarinnar.

Sjón er sögu ríkari.


Athugasemdir
banner
banner
banner