Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. september 2021 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Zlatan skoraði í endurkomunni - Skartaði franskri fléttu
Frönsk flétta eða fiskiflétta? Það breytir ekki öllu, Zlatan skoraði og tryggði Milan sigur
Frönsk flétta eða fiskiflétta? Það breytir ekki öllu, Zlatan skoraði og tryggði Milan sigur
Mynd: Getty Images
Mohamed Fares skoraði tvö fyrir Genoa
Mohamed Fares skoraði tvö fyrir Genoa
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic bauð upp á nýja hárgreiðslu er hann snéri aftur á völlinn með Milan í 2-0 sigri á Lazio. Hann gerði síðara mark liðsins eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Zlatan hefur verið frá vegna meiðsla í fyrstu leikjum Milan á tímabilinu en kom inná sem varamaður á 60. mínútu. Milan var 1-0 yfir eftir mark frá portúgalska framherjanum í fyrri hálfleik og þá hafði Franck Kessie klúðrað af vítapunktinum áður en flautað var til hálfleiks.

Það tók Zlatan aðeins sjö mínútur að opna markareikninginn í deildinni. Ante Rebic komst upp vinstri vænginn, lagði boltann inn í teiginn á Zlatan sem var einn gegn opnu marki og kláraði hann færið.

Zlatan er hárprúður og hefur gaman af því að breyta reglulega um greiðslu en að þessu sinni virtist hann vera með franska fléttu og gætu sumir deilt um það hvort um fiskifléttu sé að ræða. Eitt er þó víst Zlatan skorar mörk sama hvernig greiðslan er og tryggði hann þennan sigur Milan í dag.

Udinese lagði Spezia 1-0 með marki frá Lazar Samardzic undir lokin. Torino vann nýliða Salernitana 4-0 og Genoa vann þá Cagliari 3-2 þar sem Mohammed Fares skoraði tvö mörk á níu mínútna kafla.

Úrslit og markaskorarar:

Spezia 0 - 1 Udinese
0-1 Lazar Samardzic ('89 )

Torino 4 - 0 Salernitana
1-0 Antonio Sanabria ('45 )
2-0 Kasper Bremer ('65 )
3-0 Tommaso Pobega ('87 )
4-0 Sasa Lukic ('90 )

Cagliari 2 - 3 Genoa
1-0 Joao Pedro ('16 , víti)
2-0 Luca Ceppitelli ('56 )
2-1 Mattia Destro ('59 )
2-2 Mohamed Fares ('69 )
2-3 Mohamed Fares ('78 )

Milan 2 - 0 Lazio
1-0 Rafael Leao ('45 )
1-0 Franck Kessie ('45 , Misnotað víti)
2-0 Zlatan Ibrahimovic ('67 )
Athugasemdir
banner
banner