Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 12. september 2021 11:35
Sverrir Örn Einarsson
Laugi: Leikurinn í dag felldi okkur ekki
Lengjudeildin
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Endanlega varð ljóst í gær að lið Þróttar frá Reykjavík væri fallið úr Lengjudeild karla í gær þegar liðið tapaði 3-2 gegn ÍBV á Hásteinsvelli í gær. Það var því ansi brúnaþungur þjálfari liðsins Guðlaugur Baldursson sem mætti í viðtal til fréttaritara að leik loknum. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var hann stuttorður en skýr.

„Okkur líður ömurlega eins og kannski skiljanlegt er.“

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Sumarið hefur verið Þrótti erfitt og lengi stefnt í að fall yrði niðurstaðan þetta sumarið. Guðlaugur var spurður hvar hann sæi ástæðu þess að liðið fellur liggja.

„Ég vil reyndar segja að það sé ekki í dag. Mér fannst við spila góðan leik í dag og gerðum marga hluti mjög vel. En ég vil nota tækifærið og óska Eyjamönnum til hamingju með að vera komnir upp í efstu deild. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. En já ég get tínt til einhverja leiki sem mér fannst við eiga fá eitthvað út úr en sé svo sem lítin tilgang í því. En ég segi leikurinn í dag felldi okkur ekki.“

Um sína framtíð og hvort hann yrði áfram með liðið sagði Guðlaugur.

„Ekki hugmynd. Við bara klárum leikinn næsta laugardag og svo þurfa menn bara að fá tíma til að anda og skoða málin.“

Sagði Guðlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner