Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 12. september 2021 11:35
Sverrir Örn Einarsson
Laugi: Leikurinn í dag felldi okkur ekki
Lengjudeildin
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Endanlega varð ljóst í gær að lið Þróttar frá Reykjavík væri fallið úr Lengjudeild karla í gær þegar liðið tapaði 3-2 gegn ÍBV á Hásteinsvelli í gær. Það var því ansi brúnaþungur þjálfari liðsins Guðlaugur Baldursson sem mætti í viðtal til fréttaritara að leik loknum. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var hann stuttorður en skýr.

„Okkur líður ömurlega eins og kannski skiljanlegt er.“

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Sumarið hefur verið Þrótti erfitt og lengi stefnt í að fall yrði niðurstaðan þetta sumarið. Guðlaugur var spurður hvar hann sæi ástæðu þess að liðið fellur liggja.

„Ég vil reyndar segja að það sé ekki í dag. Mér fannst við spila góðan leik í dag og gerðum marga hluti mjög vel. En ég vil nota tækifærið og óska Eyjamönnum til hamingju með að vera komnir upp í efstu deild. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. En já ég get tínt til einhverja leiki sem mér fannst við eiga fá eitthvað út úr en sé svo sem lítin tilgang í því. En ég segi leikurinn í dag felldi okkur ekki.“

Um sína framtíð og hvort hann yrði áfram með liðið sagði Guðlaugur.

„Ekki hugmynd. Við bara klárum leikinn næsta laugardag og svo þurfa menn bara að fá tíma til að anda og skoða málin.“

Sagði Guðlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner