Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 12. september 2022 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildarstefið ekki spilað á Englandi

Búið er að fresta þremur leikjum sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem lögreglan mun ekki geta mannað starfsfólk í gæslu í kringum leikina.


Það verður hins vegar spilað í Meistaradeildinni á morgun og miðvikudag og fjórir leikir munu fara fram á Bretlandi

Liverpool fær Ajax í heimsókn á Anfield á morgun. Á miðvikudaginn er síðan viðureign Chelsea og Salzburg og Man City og Dortmund á Englandi. Þá verður leikur Rangers og Napoli í Skotlandi.

Það er venjan að spila Meistaradeildar stefið fyrir alla leiki í Meistaradeildinni en það verður ekki gert í leikjum vikunnar á Bretlandi vegna þess að Bretar eru að syrgja fráfall drottningarinnar.


Athugasemdir
banner