mán 12. september 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurning hvort Alfons nái landsleikjunum
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Alfons Sampsted er sagður tæpur fyrir komandi landsleiki.

Bretinn Lucas Arnold, sem er mikill áhugamaður um íslenska boltann sem og þann norska, segir frá því á Twitter að Alfons hafi meiðst í leik með Bodö/Glimt um helgina.

Alfons varð fyrir axlarmeiðslum í leik með Bodö gegn Tromsö í norsku úrvalsdeildinni.

Hann fer í skoðun núna snemma í þessari viku en það er vonast til þess að meiðslin séu minniháttar.

Alfons hefur verið byrjunarliðsmaður í hægri bakverðinum í undanförnum landsleikjum en framundan eru leikir gegn Albaníu og Venesúela.


Athugasemdir
banner
banner
banner