Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. september 2022 11:12
Elvar Geir Magnússon
Vaxandi áhyggjur af frestunum um næstu helgi
Mynd: Getty Images
Það eru vaxandi áhyggjur af því að einhverjum leikjum sem eiga að vera næstu helgi í ensku úrvalsdeildinni verði frestað vegna útfarar Elísabetar Englandsdrottningar.

Allri umferðinni sem átti að vera um nýliðna helgi var frestað en drottningin féll frá á fimmtudaginn.

Lögreglan í Lundúnum mun hafa í nægu að snúast næstu vikuna vegna útfarar drottningarinnar og ekki víst að hægt verði að manna alla fótboltaleiki á sama tíma.

Þá segir Mirror að Sky Sports hafi áhyggjur af því að vera ekki með tækjabúnað til að senda alla leiki út. Mikill búnaður Sky samsteypunnar verður notaður í kringum drottninguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner