Jude Bellingham hefur verið stórkostlegur síðan hann gekk til liðs við Real Madrid frá Dortmund síðasta sumar.
Bellingham hefur stofnað Yotube-rás og í fyrsta myndbandinu er m.a. sýnt frá fyrstu skrefunum hans hjá Real Madrid.
Hann segir skemmtilega sögu af Ancelotti og bróður sínum, Jobe Bellingham, sem spilar með Sunderland í ensku Championship deildinni.
„Ég man þegar Jobe bróðir minn skoraði tvennu fyrir Sunderland og þá kom Ancelotti til mín og sagði: 'Við keyptum rangan Bellingham'. Svo sagði hann: 'Nei í alvöru, ég ætla að fá hann' og ég spurði hann hvar hann myndi spila honum. Þá sagði Ancelotti: 'í þinni stöðu' og þá loksins brosti hann aðeins," sagði Bellingham.
Athugasemdir