Rodri er talinn líklegur til að vinna Ballon d'Or verðlaunin í ár en honum líður eins og hann sé þegar búinn að vinna verðlaunin.
Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid og Rodri eru sagðir leiða baráttuna um verðlaunin en Rodri var mikilvægur í spænska liðinu sem varð Evrópumeistari í sumar og hjá Man City sem varð Englandsmeistari.
„Fólk talar um að ég muni berjast við Vinicius, sem er einhver sem ég dáist að. Mér finnst hann vera frábær leikmaður. Að vera nefndur í þessari umræðu gerir mig stoltan af þeirri vinnu sem ég hef lagt í þetta," sagði Rodri.
„Fólk labbar að mér á götunni og segir við mig: 'Þú ert að fara vinna Ballon d'Or, þú átt það skilið. Fyrir mér er það eins og ég hef unnið. Það er magnað fyrir mér að fólk trúir því að ég sé besti leikmaður í heimi."