Í kjölfarið á því að salan á Marc Guehi frá Crystal Palace gegn Liverpool gekk ekki í gegn fjallaði Guardian um að Palace hafi ákveðið að selja Guehi ekki eftir að stjórinn Oliver Glasner hafði hótað að segja upp ef varnarmaðurinn yrði seldur.
Palace var í leit að leikmanni í stað Guehi á gluggadeginum en sá leikmaður fannst ekki og því varð ekkert úr sölu fyrirliðans.
Palace var í leit að leikmanni í stað Guehi á gluggadeginum en sá leikmaður fannst ekki og því varð ekkert úr sölu fyrirliðans.
Glasner tjáði sig um málið á fréttamannafundi í dag.
„Ég held að þetta sé í síðasta skiptið sem ég vil tala um þetta. Stuðningsmenn Crystal Palace eiga skilið að heyra hvernig þetta var. Svo mikið var skrifað um þetta og sagðir."
„Númer eitt: Ég hótaði aldrei að fara frá félaginu."
„Númer tvö var að formaðurinn spurði mig hvort hann héldi að við gætum selt Marc og farið inn í tímabilið. Ég sagði að hreinskilnislega þá gætum við það ekki gert það, við gætum ekki leyst það með því að kaupa 19 ára frábæran leikmann með 1000 mínútur í Ligue 1, en á móti misst fyrirliðann sem er með um (12) þúsund mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Þá værum við með þrjá miðverði og margir leikir framundan (Palace er í Sambandsdeildinni). Það væri mikil áhætta ef einhver myndi meiðast. Ég sagði við hann að ef honum fyndist sú staða í lagi þá mætti hann selja Marc. En ef hann vildi þetta ekki fyrir Crystal Palace þá ætti hann að halda Marc. Hann ákvað að halda honum, mikið kredit á hann. Ég þurfti ekki að hóta neinum, það var engin spenna milli mín og formannsins, þetta var bara umræða. Hann ákvað út frá íþróttalegu sjónarmiði að hafna peningunum og halda Guehi."
„Það er líka mikið kredit á Marc, við ræddum málin á lokadegi gluggans, töluðum saman degi síðar, vorum hreinskilnir. Það sáu svo allir hvernig hann spilaði með Englandi, 100% fókus. Hann er áfram okkar fyrirliði, ekkert til í því að hann verði það ekki áfram. Það var mikill hávaði en þetta er sannleikurinn," sagði Glasner.
Athugasemdir