Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. október 2019 10:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti sigur Andorra í undankeppni EM kom í gær eftir 56 töp í röð
Icelandair
Úr fyrri leik Íslands og Andorra í riðlinum.
Úr fyrri leik Íslands og Andorra í riðlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andorra tókst hið ómögulega í gærkvöldi, liðið lagði Moldóvu á heimavelli í undankeppninni fyrir EM2020.

Andorra hafði fyrir leikinn í gær tapað öllum sínum 56 leikjum í sögu undankeppninnar en liðið lék sinn fyrsta leik gegn Armeníu árið 1998.

Marc Vales skoraði sigurmark leiksins á 63. mínútu leiksins. Markið skilaði þriðja sigri Andorra á 23 árum í öllum keppnum. Liðið hefur samtals unnið sjö leiki síðan það vrð hluti af FIFA og UEFA árið 1996.

Radu Ginsari fékk rautt spjald á 35. mínútu hjá Moldóvu og gekk Andorra, sem þjálfað er af Koldo Alvarez, á lagið og náði í sinn fyrsta sigur í 15 leikjum.

Andorra mætir íslenska liðinu á mánudag en sigurinn í gær færir liðið uppfyrir Moldóvu í riðlinum þar sem liðið er með betri markatölu. Fyrri leikur Moldóvu og Andorra fór 1-0 fyrir Moldóvu og fyrri leikur Andorra og Íslands endaði með 0-2 útisigri Íslands en sá leikur fór fram í mars.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner