Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 landsliðið mætir Svíþjóð í fyrsta útileik sínum
Áfram Ísland!
Áfram Ísland!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drengirnir í U21 landsliðinu halda í dag áfram sinni vegferð í undankeppni Evrópumótsins.

Liðið vann fyrstu tvo leiki sína gegn Lúxemborg og Armeníu. Stefnt er á þriðja sigurinn í röð, en það má búast við erfiðara verkefni í dag en í fyrstu tveimur leikjunum.

Andstæðingurinn í dag er Svíþjóð og er þetta fyrsti útileikur okkar stráka í undankeppninni.

Leikurinn fer fram á Olympia í Helsingborg og hefst kl. 13:45.

Svíþjóð tapaði gegn Írlandi í eina leik sínum í riðlinum til þessa.

Leikur dagsins:
13:45 Svíþjóð - Ísland
Athugasemdir
banner