Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Fyrsti Færeyingurinn í þýsku Bundesligunni
Jóan Símun Edmundsson
Jóan Símun Edmundsson
Mynd: Getty Images
Jóan Símun Edmundsson varð á dögunum fyrsti færeyski leikmaðurinn til að spila í þýsku úrvalsdeildinni og í sama leik varð hann fyrsti færeyski leikmaðurinn sem skorar í deildinni.

Þessi 29 ára gamli sóknarmaður skoraði fyrir Arminia Bielefeld eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leik gegn Köln.

Jóan Símun fór ungur að árum til Newcastle en hann komst ekki að í aðalliðinu þar. Eftir stutta dvöl í Noregi og Danmörku spilaði Jóan Símun með HB í Færeyjum áður en hann lét aftur reyna á að spila utan Færeyja.

Þar sló hann í gegn með OB í Danmörku og árið 2018 keypti Bielefeld hann í sínar raðir. Á síðasta tímabili hjálpaði Jóan Símun Bielefeld upp í Bundesliguna.

Jóan Símun er til umfjöllunar í skemmtilegu innslagi hjá þýsku úrvalsdeildinni sem sjá má hér að neðan. Þar er farið yfir feril hans, rætt við foreldra hans og vini og fyrrum þjálfara í Færeyjum.


Athugasemdir
banner
banner