Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. október 2020 15:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Kemur ekki til greina að flytja allt Íslandsmótið inn í hallirnar
Guðni Bergsson á Hlíðarenda.
Guðni Bergsson á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að það komi ekki til greina að flytja allt Íslandsmótið inn í hallirnar ef mótið dregst svo að veður leyfi ekki að spilað verði úti.

Í samtali við RÚV endurtekur Guðni orð sín frá því fyrir helgi, að stefnan væri enn sú að klára tímabilið.

„Ég held að flestir séu á því að sanngjarnasta og besta lausnin sé að klára mótið og við stefnum að því ennþá. Við erum samt líka að eiga við ástand sem við höfum ekki fyllilega stjórn á," sagði Guðni við Fótbolta.net á föstudaginn.

„Það er lítið eftir af mótinu og sanngjarnasta lendingin yrði að klára mótið. Mótið er langt komið og við leitum allra leiða til að gera það."

Félög á höfuðborgarsvæðinu eiga ekki að standa fyrir æfingum til og með 19. október en vonast er til þess að æfingabanninu verði aflétt eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner