Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. október 2021 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Danir tryggðu farseðilinn til Katar - Þrenna frá Ronaldo
Danska landsliðið er komið á HM
Danska landsliðið er komið á HM
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu gegn Lúxemborg
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu gegn Lúxemborg
Mynd: EPA
John Stones í baráttunni gegn Ungverjum í kvöld
John Stones í baráttunni gegn Ungverjum í kvöld
Mynd: EPA
Danska karlalandsliðið mun spila á HM í Katar eftir að liðið vann Austurríki 1-0 í undankeppninni í kvöld. Liðið er búið að vinna riðilinn þegar tveir leikir eru eftir. Cristiano Ronaldo skoraði þá þrennu í 5-0 sigri portúgalska landsliðsins gegn Lúxemborg.

Portúgal er í öðru sæti A-riðils eftir 4-0 sigurinn á Lúxemborg. Fyrstu tvö mörkin komu úr vítaspyrnum en það var Cristiano Ronaldo sem skoraði úr báðum spyrnunum.

Bruno Fernandes bætti við þriðja markinu fimm mínútum síðar áður en Palhinha gerði fjórða markið þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir. Ronaldo var ekki hættur og fullkomnaði þrennuna undir lok leiks. Á sama tíma vann Serbía 3-1 sigur á Aserbaijdsan.

Serbía er á toppnum með 17 stig en Portúgal í öðru með 16 stig. Það er þannig að Portúgal á leik til góða áður en liðin eigast síðan við þann 14. nóvember.

Svíar eru komnir á toppinn í B-riðli eftir 2-0 sigur á Grikklandi. Emil Forsberg kom Svíum yfir út víti áður en framherjinn knái, Alexander Isak, gerði annað markið á 69. mínútu. Svíar eru á toppnum með 15 stig, tveimur stigum meira en Spánn sem er í öðru sæti.

Sviss ætlar þá að veita Ítölum samkeppni um toppsætið í C-riðli eftir að liðið vann Litháen, 4-0. Breel Embolo gerði tvö fyrir Sviss og þá lagði Xherdan Shaqiri upp tvö mörk. Búlgaría vann Norður-Írland 2-1 í sama riðli.

Í D-riðli virðist Úkraína vera að missa Frakka frá sér eftir 1-1 jafntefli gegn Bosníu og Herzegóvínu. Úkraína er með 9 stig í öðru sæti og eiga Frakkar eru efstir með 12 stig og eiga leik til góða. Finnland vann þá Kasakstan, 2-0, fyrr í dag.

Danmörk er annað liðið sem tryggir sig inn á HM í Katar eftir 1-0 sigur á Austurríki. Joakim Mæhle gerði sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks og dugði það til sigurs. Danmörk er því búið að vinna riðilinn þegar tveir leikir eru eftir en liðið er með 24 stig.

Skotar eru líklegastir til að fara í umspil eftir 1-0 sigur á Færeyjum en liðið er með 17 stig í öðru, sæti fjórum stigum á undan Ísrael þegar tveir leikir eru eftir.

Í E-riðlinum mistókst Englendingum að vinna Ungverja en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Roland Sallai kom Ungverjum yfir úr vítaspyrnu eftir að Luke Shaw braut af sér innan teigs. John Stones jafnaði þrettán mínútum síðar.

Leikur Albaníu og Póllands er stopp eftir að stuðningsmenn Albaníu fóru að kasta flöskum inn á völlinn. Staðan er 1-0 fyrir Pollandi. Karol Swiderski er búinn að gera eina mark leiksins en ekki er ljóst hvort sá leikur verður kláraður eða ekki.

England er í toppsætinu með 20 stig, fimm stigum meira en Albanía sem er í öðru sæti.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Portúgal 5 - 0 Lúxemborg
1-0 Cristiano Ronaldo ('8 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('13 )
3-0 Bruno Fernandes ('18 )
4-0 Joao Palhinha ('69 )
5-0 Cristiano Ronaldo ('87 )

Serbía 3 - 1 Aserbaijdsan
1-0 Dusan Vlahovic ('30 )
1-1 Emin Mahmudov ('45 )
2-1 Dusan Vlahovic ('53 )
3-1 Dusan Tadic ('83 )

B-riðill:

Kósóvó 1 - 2 Georgía
0-1 Tornike Okriashvili ('11 )
1-1 Vedat Muriqi ('45 )
1-2 Zuriko Davitashvili ('82 )

Svíþjóð 2 - 0 Grikkland
1-0 Emil Forsberg ('59 )
2-0 Aleksander Isak ('69 )
Rautt spjald: Pantelis Hatzidiakos, Grikkland('86)

C-riðill:

Búlgaría 2 - 1 Norður Írland
0-1 Conor Washington ('35 )
1-1 Todor Nedelev ('53 )
2-1 Todor Nedelev ('63 )

Litháen 0 - 4 Sviss
0-1 Breel Embolo ('31 )
0-2 Renato Steffen ('42 )
0-3 Breel Embolo ('45 )
0-4 Mario Gavranovic ('90 )

D-riðill:

Kasakstan 0 - 2 Finnland
0-1 Teemu Pukki ('45 )
0-2 Teemu Pukki ('48 )

Úkraína 1 - 1 Bosnia Herzegovina
1-0 Andriy Yarmolenko ('15 )
1-1 Anel Ahmedhodzic ('77 )

F-riðill:

Danmörk 1 - 0 Austurríki
1-0 Joakim Maehle ('53 )

Færeyjar 0 - 1 Skotland
0-1 Lyndon Dykes ('86 )

Ísrael 2 - 1 Moldóva
1-0 Eran Zahavi ('28 )
2-0 Munas Dabbur ('49 )
2-1 Ion Nicolaescu ('90 )
Rautt spjald: Oleg Reabciuk, Moldóva ('85)

I-riðill:

Albanía 0 - 1 Pólland
0-1 Karol Swiderski ('77 )

England 1 - 1 Ungverjaland
0-1 Roland Sallai ('24 , víti)
1-1 John Stones ('37 )

San Marínó 0 - 3 Andorra
0-1 Marc Pujol ('10 )
0-2 Sergio Moreno ('53 )
0-3 Ricard Fernandez ('89 )
Athugasemdir
banner
banner