Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mið 12. október 2022 10:50
Elvar Geir Magnússon
Nýja fagnið hjá Ronaldo útskýrt
Cristiano Ronaldo fagnaði sigurmarki sínu gegn Everton á sunnudaginn með nýjum hætti. Þetta var hans 700. félagsliðamark á ferlinum.

Hann tók ekki hið fræga ‘Siuuu’ fagn heldur lokaði augunum, dró bakið aftur og stóð með krosslagða fingur á brjóstkassanum.

Antony tók þetta fagn með honum en nú hefur verið opinberað að þetta var innanhúss húmor innan leikmannahópsins.

Ronaldo er duglegur við að nýta tíma sem gefst í að hvíla sig og fjallað hefur verið um að hann leggur sig nokkrum sinnum á dag. Fagnið átti að endurspegla líkamsstöðu hans þegar hann leggur sig á ferðalögum.

Fagnið hefur vakið athygli og Diego Moreira, leikmaður Benfica, lék það eftir í Evrópukeppni unglingaliða í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner