James McAtee, leikmaður Manchester City og enska U21 árs landsliðsins, tileinkaði George Baldock, bæði mörk sín í 2-1 sigri Englendinga á Úkraínu í gær.
Baldock lést á miðvikudag, aðeins 31 árs að aldri, en hann fannst látinn á heimili sínu í Aþenu.
Fréttirnar slógu marga en krufning leiddi í ljós að Baldock drukknaði í sundlaug, en eigandi húsnæðisins í Aþenu fann hann á sundlaugarbakkanum seinni part miðvikudags.
McAtee er 21 árs gamall en hann eyddi síðustu tveimur leiktíðum á láni hjá Sheffield United þar sem hann spilaði með Baldock.
Leikmaðurinn skoraði bæði mörk U21 árs landsliðs Englands gegn Úkraínu í undankeppni EM í gær og tileinkaði Baldock mörkin.
„Hvíldu í ró bróðir,“ stóð á undirtreyju McAtee, sem gerði bæði mörkin á lokamínútum leiksins.
????????? Man City’s midfielder James McAtee has dedicated his goal to George Baldock, passed away this week. pic.twitter.com/4wKDBorIj3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2024
Athugasemdir