Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Man City tileinkaði Baldock mörkin tvö - „Hvíldu í ró bróðir“
Mynd: Getty Images
James McAtee, leikmaður Manchester City og enska U21 árs landsliðsins, tileinkaði George Baldock, bæði mörk sín í 2-1 sigri Englendinga á Úkraínu í gær.

Baldock lést á miðvikudag, aðeins 31 árs að aldri, en hann fannst látinn á heimili sínu í Aþenu.

Fréttirnar slógu marga en krufning leiddi í ljós að Baldock drukknaði í sundlaug, en eigandi húsnæðisins í Aþenu fann hann á sundlaugarbakkanum seinni part miðvikudags.

McAtee er 21 árs gamall en hann eyddi síðustu tveimur leiktíðum á láni hjá Sheffield United þar sem hann spilaði með Baldock.

Leikmaðurinn skoraði bæði mörk U21 árs landsliðs Englands gegn Úkraínu í undankeppni EM í gær og tileinkaði Baldock mörkin.

„Hvíldu í ró bróðir,“ stóð á undirtreyju McAtee, sem gerði bæði mörkin á lokamínútum leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner