Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Guardiola olli mér vonbrigðum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur hjá Sky Sports, varð fyrir vonbrigðum með Pep Guardiola, stjóra Manchester City, í kringum leikinn gegn Liverpool á sunnudag. Liverpool sigraði leikinn 3-1 og kom sér í góða stöðu á toppi deildarinnar.

Neville hefði viljað sjá Guardiola prófa einhverjar óvæntar útfærslur á liðsupstillingu og leik City liðsins.

„Ég hefði viljað sjá eitthvað öðruvísi frá Guardiola í dag, eitthvað sérstakt og óvænt," sagði Neville á Sky Sports á sunnudag.

„Hann hefur reglulega brugðið upp á einhverju svoleiðis á ferli sínum sem stjóri. Allir vissu að Stones og Fernandinho myndu byrja. Varnarlínan og markvörðurinn var aldrei að fara ganga með þessari uppstillingu á þessum velli."

„Ég bjóst við einhverju sem hefði komið mönnum í opna skjöldi, þriggja manna vörn með Otamendi og vængbakvörðum eða jafnvel eitthvað ennþá óvæntara."

„Þó það hefði mögulega ekki gengið þá hefði hann reynt eitthvað óvænt, þetta sem við sáum í dag var ekki eins og það sem ég hef vanist að sjá frá Pep."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner