Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. nóvember 2020 15:23
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars: Algjör synd að fá ekki neitt út úr þessu
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að dreningirnir skildu ekki fá neitt út úr þessum leik," sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðs Íslands, við Stöð 2 Sport eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Ítalíu í toppbaráttuslag í undankeppni EM á Víkingsvelli í dag.

Tommaso Pobega skoraði bæði mörk Ítala en sigurmarkið kom með skoti fyrir utan teig sem fór í Alex Þór Hauksson og niður í hornið.

„Við settum leikinn þannig upp að Ítalarnir þyrftu að sækja á okkur og sækja sigur hérna á Íslandi til að vinna riðilinn," sagði Arnar við Stöð 2 Sport.

„Þeir fengu 1-2 færi í leiknum og síðan vinna þeir leikinn á skoti fyrir utan teig sem fer í varnarmann og í hornið. Varnarlega séð var þetta frábær leikur og ég er stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla á Íslandi að sjá strákana inn í klefa núna. Þeir eru gjörsamlega búnir á því og þetta er synd."

„Mér fannst við vera með betri tök á leiknum í síðari hálfleik en fyrri hálfleik. Við náðum betra spili. Í fyrri hálfleik vorum við ekki að hitta samherja og náðum ekki upp spili."


Ísland mætir Írlandi á sunnudaginn og með sigri þar er ennþá möguleika á að ná 2. sæti og sæti í umspili ef Ítalía vinnur Svíþjóð.

„Menn mega vera svekktir í dag og í kvöld en á morgun byrjum við á að undirbúa leikinn við Írland því að ef við vinnum hann þá eigum við ennþá séns," sagði Arnar við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner