Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. nóvember 2020 13:00
Örvar Arnarsson
Búdapest
Nagy: Ísland er ekki með mikið ferskt blóð á vellinum
Icelandair
Adam Nagy.
Adam Nagy.
Mynd: Getty Images
Adam Nagy, miðjumaður Bristol City, sat fyrir svörum á fréttamannafundi Ungverja í gærkvöldi. Nagy er einn af fáum leikmönnum Ungverja sem er ennþá í hópnum síðan í 1-1 jafnteflinu gegn Íslandi á EM 2016.

„Íslenska landsliðið hefur ekki farið í gegnum neina endurnýjun síðan á síðasta stórmóti. Við erum að spila gegn eiginlega sama liði og á síðasta stórmóti," sagði Nagy og bætti við að bæði Ísland og Ungverjaland séu betri lið í dag en þegar þau mættust árið 2016.

Í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn hjá Íslandi í kvöld eru átta leikmenn sem spiluðu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjum í Marseille árið 2016.

„Ungverska liðið er þó ferskara samt enda gengið í gegnum mikla endurnýjun á meðan Ísland er ekki með mikið ferskt blóð á vellinum. Ísland er hins vegar ennþá reynslumeira lið en árið 2016," sagði Nagy.

Nagy var einnig spurður út í baráttuna við Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld.

„Við þurfum að verjast Gylfa sem lið. Hann hefur of mikil gæði til að reyna stöðva hann einn á einn," sagði Nagy.
Athugasemdir
banner
banner
banner