Tveir ungir Fylkismenn fengu tækifæri á því að fara á reynslu til danska félagsins Lyngby á dögunum.
Það eru þeir Olivier Napiórkowski (2009) og Atli Björn Sverrisson (2010).
Það eru þeir Olivier Napiórkowski (2009) og Atli Björn Sverrisson (2010).
„Bráðefnilegu drengirnir Olivier Napiórkowski (f. ’09) og Atli Björn Sverrisson (f. ’10) úr yngri flokka starfinu voru á dögunum boðaðir í reynslu hjá Lyngby BK í Danmörku. Frábært tækifæri fyrir þessa ungu leikmenn, og hlökkum við til að fylgjast með þeim í framtíðinni!" Segir í tilkynningu frá Fylki.
Það er sterk tenging milli Fylkis og Lyngby því Michael John Kingdon, fyrrum leikgreinandi Fylkis, er þjálfari U19 ára liðs danska félagsins.
Athugasemdir

