Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 12. desember 2022 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Valur: HK hjartað er sterkt og slær hart
Birkir Valur ræddi við tvö önnur lið.
Birkir Valur ræddi við tvö önnur lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með fyrirliðabandið í bikarleik í upphafi tímabils.
Með fyrirliðabandið í bikarleik í upphafi tímabils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, í rauninni ekki. Ég ræddi aðeins málin annars staðar, spjallaði við tvö önnur lið en að lokum var þetta nokkuð einföld ákvörðun að skrifa undir aftur hjá HK. HK hjartað er sterkt, maður hefur verið þarna frá því maður var fimm ára pjakkur, það slær hart," sagði Birkir Valur Jónsson, leikmaður HK, við Fótbolta.net.

Hann ákvað að framlengja samning sinn við félagið í vetur en gildur samningur var þá að renna út. Birkir er 23 ára hægri bakvörður sem hefur leikið allan sinn feril í HK fyrir utan hálft tímabil á láni hjá Spartak Trnava í Slóvakíu.

„Auðvitað gerði það það. Það er alltaf markmiðið að vera þarna uppi og ég hef fulla trú á því að HK haldi sér þarna uppi, að við höfum lært af reynslunni þegar við fórum niður og HK stabílíseri sig í efstu deild núna."

„Menn eru mjög sáttir með að klára það sem við ætluðum að gera - fara upp. En auðvitað var annað markmiðið að vinna deildina. Fyrsta markmiðinu var náð, að fara upp aftur og það er það sem skiptir mestu máli í þessu."

„Það eru smá breytingar á leikmannahópnum núna, nokkrir góðir menn að fara, leikmenn sem hafa gert mjög flotta hluti fyrir HK, en ég hef fulla trú á því að það verði fyllt í þeirra störf og liðið verði mjög flott næsta sumar. Fínasta byrjun að taka Atla (Hrafn Andrason) inn."

„Við höfum þekkst í 10 ár, hann er flottur strákur, góður leikmaður og ég hef mikla trú á honum,"
sagði Birkir um liðið tímabil hjá HK og komandi tímabil í efstu deild. En hvað með hans eigið tímabil?

„Ég byrjaði svolítið hægt eins og allt liðið, spiluðum ekki voðalega vel fyrstu leikina. En svo er ég og liðið komið á fínt skrið um mitt mót, gengur vel þangað til að ég meiðist undir lokin og dett út. Það var smá svekkjandi tímapunktur því maður var á fínu skriði."

„Ég fékk grænt ljóst fyrir tveimur vikum, er orðin heill og er að koma mér aftur í gang,"
sagði Birkir sem viðbeinsbrotnaði í leik gegn Þór á Akureyri.

Vildi vera í efstu deild og er kominn þangað aftur
Fyrir tímabilið 2022 var Birkir orðaður í burtu frá HK, Stjarnan hafði mikinn áhuga á því að fá bakvörðinn í sínar raðir.

„Á þeim tíma var ég svekktur, ég vildi vera í efstu deild. Það voru spennandi möguleikar í boði en svo gekk það ekki upp, HK vildi ekki selja og ekkert sem ég gat gert í því. Nú er maður kominn aftur í efstu deild."

„Þetta var ekki í mínum höndum, ef ég hefði klikkað á einhverju þá hefði það verið annað. Það var ekkert í boði að vera svekkja sig eitthvað á því."


Þarf margt að gerast
Birkir fór til Slóvakíu seinni hluta árs 2020. Er hann með það bakvið eyrað að fara aftur út í svoleiðis ævintýri?

„Það er ekkert ofarlega í mínum huga, mögulega myndi ég skoða það ef það kæmi eitthvað upp. Auðvitað hefur maður áhuga á því að fara aftur út, allir fótboltamenn hafa áhuga á því að spila á hærra getustigi, en það þarf margt að gerast svo það sé einhver möguleiki," sagði Birkir sem ræddi svo nánar um tímann í Slóvakíu.

Sjá einnig:
Birkir átti að byrja bikarleik en var settur úr hóp og til hliðar á æfingum
Athugasemdir
banner