Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helsti munurinn áður en vítin voru tekin: Jordan Henderson
Kane klikkaði á vítapunktinum.
Kane klikkaði á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
England féll úr leik á HM síðasta laugardagskvöld er þeir töpuðu 2-1 gegn Frakklandi.

Harry Kane fékk tækifæri til að jafna metin seint í leiknum en setti vítaspyrnu sína langt yfir markið. Hann tók tvær vítaspyrnur í leiknum en skoraði bara úr fyrri spyrnunni.

Íþróttasálfræðingurinn Geir Jordet spáir mikið í vítaspyrnum og pressunni sem fylgir þeim; hann spáir í því hvernig andlega hliðin hefur áhrif á vítaspyrnuna.

Jordet birti í dag áhugaverðan þráð á Twitter þar sem hann fjallar um það hver munurinn var í aðdragandanum á þeim tveimur vítaspyrnum sem Kane tók.

Í fyrri spyrnunni var Jordan Henderson enn inn á vellinum. Henderson, sem er fyrirliði Liverpool, hefur hegðað sér eins og lífvörður fyrir Mohamed Salah í vítaspyrnum fyrir Liverpool. Þetta hefur hjálpað Salah að verða ein besta vítaskytta í heimi.

Í fyrri vítaspyrnu Englands gegn Frakklandi þá tók Henderson upp boltann og fylgdi Kane að vítapunktinum. Hann passaði upp á það að enginn leikmaður í franska liðinu kæmist að fyrirliði Englands áður en vítaspyrnan var tekin. Hann passaði upp á það að engin gæti truflað einbeitingu Kane.

Fyrir seinni vítaspyrnuna var Gareth Southgate nýbúinn að taka Henderson út af. Fyrstu 30 sekúndurnar eftir að vítið var dæmt þá var Kane aleinn á punktinum og bara leikmenn Frakka í kringum hann.

Jude Bellingham og Mason Mount tóku eftir þessu og stigu upp, en mögulega var það of seint. Kane klúðraði vítaspyrnunni og möguleikar Englands fóru út um gluggann.

Kannski voru það stærstu mistök Southgate að skipta Henderson út af á þeim tímapunkti sem hann gerði það.


Athugasemdir
banner