mán 13. janúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds og Óli Stefán útskrifast með UEFA Pro
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni, og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KA, eru báðir komnir með UEFA Pro þjálfaragráðuna.

Þeir útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu fra norska knattspyrnusambandinu í gær.

UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA.

Kristján og Óli Stefán hafa verið undanfarið eitt og hálft ár í náminu í Noregi.

KSÍ mun bjóða upp á UEFA Pro nám í fyrsta skipti á þessu ári en hingað til hafa þjálfarar farið erlendis til að fá gráðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner