Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mán 13. janúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Magðalena í skosku úrvalsdeildina (Staðfest)
Kvenaboltinn
Magðalena (til hægri).
Magðalena (til hægri).
Mynd: Þór TV
Magðalena Ólafsdóttir hefur gengið til liðs við Forfar í skosku úrvalsdeildinni.

Samningur Magðalenu við liðið er gerður tímabundið til reynslu í einn mánuð og ætti hún að ná þremur leikjum með liðinu á þeim tíma. Þetta kemur fram á vef Þórs.

Magðalena er 19 ára miðjumaður en hún spilaði tvo leiki með Þór/KA í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar. Magðalena lék einnig níu leiki í 2. deildinni með Hömrunum síðastliðið sumar.

Forfar er í 7. sæti af átta liðum í skosku úrvalsdeildinni en liðið er með fjögur stig eftir níu umferðir.

Magðalena mætir til Skotlands þann 1. febrúar og gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu 9. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner