Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 13. janúar 2020 10:05
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin berjast um Grealish
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Young er eftirsóttur.
Young er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með fullt af slúðri í tengslum við janúar gluggann.



Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, hefur samþykkt fjögurra og hálfs árs samning hjá Inter. Eriksen fer til Inter þegar hann verður samningslaus í sumar en Tottenham vill helst selja hann í janúar á 17 milljónir punda. (La Gazzetta dello Sport)

Barcelona hefur rætt við Mauricio Pochettino um að taka við af Ernesto Valverde. (AS)

Chelsea hefur spurst fyrir um Lewis Dunk (28) varnarmann Brighton en verðmiðinn á honum er 50 milljónir punda. (Times)

Manchester United ætlar að bjóða 65 milljónir punda og árangurstengdar greiðslur í Bruno Fernandes (25) miðjumann Sporting Lisabon. (Mirror)

Manchester United er annað af tveimur félögum sem hafa boðið í Jude Bellingham (16) miðjumann Birmingham. (Mirror)

Jack Grealish (24) miðjumaður Aston Villa er á óskalista Manchester City og Manchester United. (Metro)

Gabby Agbonlahor, fyrrum framherji Aston Villa, telur að Grealish kosti 70 milljónir punda. Hann segir að Grealish muni ekki fara frá Villa nema félagið falli. (Express)

Thomas Lemar, kantmaður Atletico Madrid, er efstur á óskalista Wolves en Arsenal, Tottenham og Chelsea hafa líka áhuga. (Goal)

Umboðsmaður Shkodran Mustafi (27) varnarmanns Arsenal ætlar í viðræður við Galatasaray um möguleg félagaskipti leikmannsins. (Express)

West Ham hefur boðið sjö milljónir punda í Neil Etheridge (29) markvörð Cardiff. (Football Insider)

Christian Kabasele (28) varnarmaður Watford er á óskalista Arsenal, Manchester United, Newcastle United og West Ham. (Le10Sport)

Crystal Palace og Lazio ætla að blanda sér í baráttuna um Ashley Young (34) leikmann Manchester United en Inter er að reyna að semja við hann. (Sun)

Leicester ætlar að lána framherjann George Thomas (22) til ADO Den Haag í Hollandi en þar er Alan Pardew við stjórnvölinn. (Football Insider)

Chelsea ætlar að reyna að fá norska framherjann Bryan Fiabema (16) frá norska félaginu Tromsö eftir að félagið losnaði úr félagaskiptabanninu. (VG)

Aston Villa og Norwich eru að berjast við Bristol City um að fá Eddie Nketiah (20) framherja Arsenal á láni. (Football.London)

Javier Hernandez, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður Sevilla, gæti verið á leið til LA Galaxy. (Marca)

AC Milan ætlar að fá Asmir Begovic (32) markvörður Bournemouth til að fylla skarð Pepe Reina sem varamarkvörður liðsins. Reina er á leið til Aston Villa á láni. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner