Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. janúar 2021 23:10
Aksentije Milisic
Mourinho: Áttum að drepa leikinn
Mynd: Getty Images
„Alphonse Areola varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleiknum, hann varði líka vel í þeim síðari," sagði Jose Mourinho stjóri Tottenham, eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í kvöld.

Harry Kane kom heimamönnum í forystu í fyrri hálfleik en Ivan Cavaleiro jafnaði leikinn fyrir gestina í þeim síðari og þar við sat.

„Við áttum að drepa leikinn en gerðum það ekki. Þú verður að halda hreinu, mátt ekki gera mistök og við áttum að koma í veg fyrir markið þeirra."

„Fulham er að ná í úrslit og liðið er að skilja betur hvernig það er að spila. Þeir voru smá heppnir en mér fannst þeir líka góðir. Þetta eru slæm úrslit og við áttum að koma í veg fyrir þau."

Tottenham hefur nú misstígið sig gegn Newcastle, West Ham og Fulham á heimavelli en liðið hefur komist yfir í öllum þessum leik. Stig í súginn sem gætu reynst mjög dýrkeyp þegar talið verður úr pokanum í lok tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner