Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. janúar 2022 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Löbbuðu yfir Napoli í framlengingu - Þrjú rauð spjöld á loft
Fiorentina vann Napoli 5-2
Fiorentina vann Napoli 5-2
Mynd: EPA
Bartlomiej Dragowski var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks
Bartlomiej Dragowski var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: EPA
Napoli 2 - 5 Fiorentina
0-1 Dusan Vlahovic ('41 )
1-1 Dries Mertens ('44 )
1-2 Cristiano Biraghi ('57 )
2-2 Andrea Petagna ('90 )
2-3 Lorenzo Venuti ('105 )
2-4 Krzysztof Piatek ('108 )
2-5 Youssef Maleh ('119 )
Rautt spjald: , ,Bartlomiej Dragowski, Fiorentina ('45)Hirving Lozano, Napoli ('84)Fabian Ruiz, Napoli ('90)

Fiorentina er komið áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir 5-2 sigur á Napoli í framlengingu. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum en Flórensaraliðið skoraði þrjú mörk í framlengingunni.

Serbneska markavélin Dusan Vlahovic kom Fiorentina yfir eftir sendingu frá Riccardo Saponara á 41. mínútu áður en Dries Mertens jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks var Bartlomiej Dragowski, markvörður Fiorentina, rekinn af velli fyrir brot á Elif Elmas. Pietro Terracciano kom í markið í hálfleik.

Þrátt fyrir að vera manni færri tókst Cristiano Biraghi að koma Fiorentina yfir á 57. mínútu. Napoli sótt undir lok leiksins þar sem Hirving Lozano átti skot í stöng og stuttu síðar var hann rekinn af velli fyrir ljótt brot á Nico Gonzalez. Spænski miðjumaðurinn Fabian Ruiz var næstur í sturtu fyrir að taka Lucas Torreira niður og aðeins níu leikmenn Napoli á vellinum.

Andrea Petagna tókst samt sem áður að jafna rétt áður en flautað var til loka síðari hálfleiks og framlenging framundan. Þar skoraði Fiorentina þrjú mörk.

Lorenzo Venuti skoraði á 105. mínútu áður en pólski framherjinn Krzysztof Piatek bætti við öðru. Youssef Maleh gerði svo út um leikinn á 119. mínútu og Fiorentina komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins þar sem það mætir Atalanta.
Athugasemdir
banner