Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. janúar 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Júlíus nýr fyrirliði Víkinga - „Hann er mjög vanmetinn"
Júlíus með fyrirliðabandið.
Júlíus með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon er nýr fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkinga. Þetta sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, í viðtali í vikunni.

„Hann verður fyrirliðinn okkar í sumar. Ég held að það muni styrkja hann mikið. Hann er tilbúinn í þetta," sagði Arnar eftir 4-3 sigur gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu.

Júlíus er 23 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn í Leikni og Víkingi. Hann fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi en sneri heim árið 2019 og hefur spilað stórt hlutverk í liði Víkinga síðan þá.

Sölvi Geir Ottesen var fyrirliði Víkinga síðasta sumar en skórnir eru komnir upp á hillu hjá honum.

Hann er mjög vanmetinn
Það voru fjórir leikmenn úr Víkingi valdir í landsliðshópinn nýverið. Júlíus var ekki einn af þeim. Hefði Arnar viljað sjá hann þar?

„Það hefði verið gaman að sjá það. Hann er mjög vanmetinn. Maður þarf að vinna með honum á hverjum degi til að átta sig á því hverjir styrkleikar hans eru og hversu mikill leiðtogi hann er. Það er oft með þessar sexur að þær vinna vanþakklátt starf fyrir liðið og er ekki mikið hampað af ykkur fjölmiðlamönnum."
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner