Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, og eiginkona hans sendu Jóhann Berg Guðmundssyni og Hólmfríði Björnsdóttur fallega gjöf eftir að þau eignuðust sitt þriðja barn á dögunum.
Jóhann Berg og Hólmfríður eignuðust dóttur á dögunum og hefur hún fengið nafnið Svala.
Jóhann Berg og Hólmfríður eignuðust dóttur á dögunum og hefur hún fengið nafnið Svala.
Fernandes og Jóhann Berg eru miklir vinir eftir að hafa báðir leikið í enska boltanum. Það ríkir líka mikill vinskapur á milli fjölskyldna þeirra.
Fernandes og eiginkona hans ákváðu að senda gjöf til Jóhanns og Hólmfríðar eftir fæðingu dóttur þeirra. Þau sendu flott blóm eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Fernandes deilir mynd af þessu á Instagram og skrifar einfaldlega: „Íslenska fjölskyldan okkar," og lætur hann hjarta fylgja með.
Hér fyrir neðan má sjá myndina en Fótbolti.net óskar Jóhanni Berg og Hólmfríði til hamingju.
Athugasemdir