9 sumarið sem skólinn er starfræktur
FC Barcelona akademían er væntanleg aftur til Íslands í sumar með æfingabúðir í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Æfingabúðirnar eru fyrir börn á aldrinum 9 -14 ára ( 4. 5. og 6. flokkur ) og verða á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll 16. – 20. júní , bæði fyrir stelpur og stráka, sem þó munu æfa í sitthvoru lagi.
Það er ekki sjálfgefið að Barça akademían komi til landa eins og Íslands. Mikil eftirspurn er eftir Barça akademíunni sem sendir eingöngu þjálfara í æfingabúðirnar sem þjálfa í hinni frægu FC Barcelona akademíu.
Sjúkraþjálfari er á öllum æfingum ef óhöpp verða og er það hluti af þeim fjölmörgu gæða stöðlum sem FC Barcelona setur í æfingabúðum eins og þessum.
Æfingabúðirnar hafa verið gífurlega vinsælar og reiknað er með að færri komist að en vilja líkt og síðustu ár, þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst. Hægt er að finna frekari upplýsingar um æfingabúðirnar og skráningu á www.knattspyrnuakademian.is
Athugasemdir