Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola: Við þurfum nýjan framherja
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth var spurður út í möguleg félagaskipti Bournemouth í janúarglugganum og staðfesti að félagið væri í leit að nýjum framherja.

Bournemouth sárvantar nýjan framherja eftir að Evanilson, sem félagið keypti frá Porto fyrir um 40 milljónir síðasta sumar, braut bein í fæti í sigri gegn Everton í byrjun mánaðar.

Enes Ünal er einnig fjarverandi vegna slæmra meiðsla og leiddi kantmaðurinn Dango Ouattara sóknarlínu Bournemouth í enska bikarnum um helgina.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað mun gerast á leikmannamarkaðinum, það er ekki mitt hlutverk. Ég veit að við ætlum að kaupa framherja, það er okkar helsta markmið. Allir á skrifstofunum eru að vinna í því," segir Iraola.

„Við misstum bæði Enes og Evanilson í meiðsli í vikunni og þurfum að fylla í skarðið. Það mun taka sinn tíma vegna þess að það er ekki auðvelt að finna góðan framherja í janúar. Góður framherji er mjög mikils virði í dag.

„Það er skiljanlegt að önnur félagslið vilji ekki selja framherjana sína á miðju tímabili. Við þurfum að finna framherja sem er tilbúinn til að spila í úrvalsdeildinni. Það er ekki auðvelt en allir innan félagsins eru að vinna hörðum höndum að þessu."

Athugasemdir
banner
banner
banner