Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi gegn botnliðinu
Mynd: EPA
Monza 2 - 1 Fiorentina
1-0 Patrick Ciurria ('44)
2-0 Daniel Maldini ('63)
2-1 Lucas Beltran ('74, víti)

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem heimsótti botnlið Monza í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Fiorentina skapaði sér lítið sem ekkert í fyrri hálfleik og skoraði Patrick Ciurria fyrir Monza undir lok fyrri hálfleiks, með einu marktilraun heimamanna sem hæfði markrammann.

Albert var skipt út í hálfleik fyrir argentínska framherjann Lucas Beltrán, en ekki tókst gestunum frá Flórens að skapa sér mikið af færum.

Daniel Maldini tvöfaldaði forystu Monza í síðari hálfleik sem var afar bragðdaufur en Beltrán tókst að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu.

Meira var ekki skorað og urðu lokatölur 2-1 fyrir Monza, sem er áfram á botni Serie A.

Þetta var aðeins annar sigur Monza á deildartímabilinu og er liðið komið með 13 stig eftir 20 umferðir - sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fiorentina er í sjötta sæti deildarinnar og var þetta þriðja tap liðsins í síðustu fimm leikjum. Hinum tveimur lauk með jafntefli og því hefur liðið aðeins náð í tvö stig af síðustu fimmtán mögulegum.

Albert byrjaði vel hjá Fiorentina en hefur ekki tekist að finna taktinn eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner