Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í dag þegar liðið tók á móti Twente í æfingaleik.
Wolfsburg vann leikinn 2-1 en Amanda Jacobsen Andradóttir var ekki í hóp hjá Twente frekar en í síðustu þremur leikjum liðsins. Hún er líklega að glíma við meiðsli en hún stóð sig mjög vel í nóvember, þar sem hún skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar í síðustu þremur keppnisleikjum Twente.
Ágúst Eðvald Hlynsson var þá í sigurliði AB Kobenhavn sem lagði Hvidovre þægilega að velli með þremur mörkum gegn engu.
Flottur sigur hjá AB gegn andstæðingum sem leika í næstu deild fyrir ofan.
Wolfsburg 2 - 1 Twente
Hvidovre 0 - 3 AB
Athugasemdir