Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís Jane og Ágúst Hlyns í sigurliðum
Mynd: Getty Images
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í dag þegar liðið tók á móti Twente í æfingaleik.

Wolfsburg vann leikinn 2-1 en Amanda Jacobsen Andradóttir var ekki í hóp hjá Twente frekar en í síðustu þremur leikjum liðsins. Hún er líklega að glíma við meiðsli en hún stóð sig mjög vel í nóvember, þar sem hún skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar í síðustu þremur keppnisleikjum Twente.

Ágúst Eðvald Hlynsson var þá í sigurliði AB Kobenhavn sem lagði Hvidovre þægilega að velli með þremur mörkum gegn engu.

Flottur sigur hjá AB gegn andstæðingum sem leika í næstu deild fyrir ofan.

Wolfsburg 2 - 1 Twente

Hvidovre 0 - 3 AB

Athugasemdir
banner
banner