Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. febrúar 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Moyes hefur ennþá trú á að Man Utd nái Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Manchester United, segist ennþá hafa trú á að liðið geti náð í topp fjóra og náð um leið Meistaradeildarsæti.

Eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal í gær er United ellefu stigum á eftir Liverpool í fjórða sætinu þegar tólf umferðir eru eftir.

,,Ef það er eitt félag sem hefur staðið sig vel í að vinna leiki á síðari hluta tímabilsins til að setja pressu á liðin fyrir ofan þá er það Manchester United," sagði Moyes.

,,Við munum halda því áfram og reyna að láta þetta virka. Við getum einungis gert okkar besta."

,,Við viljum verða betri og við getum ekki hugsað um önnur lið. Það eina sem við getum gert er að vinna næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner