banner
   fim 13. febrúar 2020 16:18
Elvar Geir Magnússon
Alfons spilar með Norrköping gegn Breiðabliki
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er í æfingaferð í Svíþjóð en á morgun mun liðið leika æfingaleik gegn sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping.

Bakvörðurinn Alfons Sampsted er í leikmannahópi Norrköping og mun því mæta uppeldisfélagi sínu. Hann lék með Breiðabliki í fyrra á lánssamningi.

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Alfons væri í viðræðum við Álasund í Noregi.

„Það er mjög verðugt verkefni og það verður fróðlegt að sjá hvar við stöndum. Ég held að það sé gaman fyrir þá að máta sig við eitt besta lið Svíþjóðar og mjög öflugt lið á Skandinavískum mælikvarða," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um komandi leik gegn Norrköping.

„Við vitum mjög lítið um Breiðablik en vitum hvaða karakterseinkenni eru hjá íslenskum liðum og leikmönnum. Það má búast við erfiðum leik," segir Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping. Liðið hafnaði í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Ísak Bergmann Jóhannesson er einnig í hóp Norrköping fyrir leikinn á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner