Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 13. febrúar 2020 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Græt mig ekki í svefn
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið fer í byrjun mars á æfingamót í Pinatar á Spáni þar sem liðið mætir Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu. Liðið hafði síðustu 13 ár tekið þátt í Algarve Cup í Portúgal á sama tíma en bauðst ekki að vera með að þessu sinni.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

„Þetta er svipað fyrirkomulag, við spilum þrjá leiki, sömu leikdagar og frábær aðstaða," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins á fréttamannafundi í dag.

„Algarve er virkilega gott mót og vel staðið að hlutunum þar en ég græt mig ekkert í svefn að fara ekki með liðið þangað 13. árið í röð. Ég fór sjálfur í fyrsta skipti í fyrra og fann svolítið fyrir því að það mætti hrista upp í því og prófa eitthvað annað."

Jón Þór tilkynnti leikmannahópinn fyrir mótið í dag en þar vakti helst athygli að Natasha Anasi leikmaður Keflavíkur var í hópnum en hún fékk ríkisborgararétt í desember.

„Hún fær tækifæri til að koma innn í hópinn. Þetta er æfingamót og frábært tækifæri fyrir okkur að gefa nýjum mönnum tækifæri og prófa okkur áfram með hópinn. Þarna gefst okkur frábært tækifæri til að sjá hvernig hún kemur inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór sem úrskýrði svo að Cloe Lacasse hafi ekki enn fengið keppnisleyfi hjá FIFA og kom því ekki til greina.

Berglind Rós Ágústsdóttir sem hefur verið lykilmaður hjá Fylki undanfarin ár var valin í fyrsta sinn í landsliðshópinn.

„Hún hefur staðið sig virkilega vel undanfarið, er virkilega spennandi leikmaður og okkur gefst gott tækifæri til að sjá hvernig hún passar inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór.

Jón Þór var erfiður í svörum þegar hann var spurður hvaða leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið á Pinatar en sagði svo:

„Það eru einhver meiðsli, Selma Sól sleit krossband í fyrrahaust, Sif Atladóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir eru meiddar. Svo eru fleiri leikmenn sem gátu ekki komið með í þetta verkefni og spurningamerki með aðra. Það er eins og gengur í fótbolta allstaðar. En við erum mjög ánægð með þennan hóp."
Athugasemdir
banner
banner
banner