Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
   fim 13. febrúar 2020 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Græt mig ekki í svefn
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið fer í byrjun mars á æfingamót í Pinatar á Spáni þar sem liðið mætir Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu. Liðið hafði síðustu 13 ár tekið þátt í Algarve Cup í Portúgal á sama tíma en bauðst ekki að vera með að þessu sinni.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

„Þetta er svipað fyrirkomulag, við spilum þrjá leiki, sömu leikdagar og frábær aðstaða," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins á fréttamannafundi í dag.

„Algarve er virkilega gott mót og vel staðið að hlutunum þar en ég græt mig ekkert í svefn að fara ekki með liðið þangað 13. árið í röð. Ég fór sjálfur í fyrsta skipti í fyrra og fann svolítið fyrir því að það mætti hrista upp í því og prófa eitthvað annað."

Jón Þór tilkynnti leikmannahópinn fyrir mótið í dag en þar vakti helst athygli að Natasha Anasi leikmaður Keflavíkur var í hópnum en hún fékk ríkisborgararétt í desember.

„Hún fær tækifæri til að koma innn í hópinn. Þetta er æfingamót og frábært tækifæri fyrir okkur að gefa nýjum mönnum tækifæri og prófa okkur áfram með hópinn. Þarna gefst okkur frábært tækifæri til að sjá hvernig hún kemur inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór sem úrskýrði svo að Cloe Lacasse hafi ekki enn fengið keppnisleyfi hjá FIFA og kom því ekki til greina.

Berglind Rós Ágústsdóttir sem hefur verið lykilmaður hjá Fylki undanfarin ár var valin í fyrsta sinn í landsliðshópinn.

„Hún hefur staðið sig virkilega vel undanfarið, er virkilega spennandi leikmaður og okkur gefst gott tækifæri til að sjá hvernig hún passar inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór.

Jón Þór var erfiður í svörum þegar hann var spurður hvaða leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið á Pinatar en sagði svo:

„Það eru einhver meiðsli, Selma Sól sleit krossband í fyrrahaust, Sif Atladóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir eru meiddar. Svo eru fleiri leikmenn sem gátu ekki komið með í þetta verkefni og spurningamerki með aðra. Það er eins og gengur í fótbolta allstaðar. En við erum mjög ánægð með þennan hóp."
Athugasemdir