Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. febrúar 2020 10:05
Magnús Már Einarsson
Kemur Maddison til varnar eftir myndir á djamminu
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur komið James Maddison til varnar eftir að enskir fjölmiðlar birtu myndir af honum á djamminu í Dubai í síðustu viku.

Maddison nýti vetrarfrí Leicester til að skella sér til Dubai og fjölmiðlar voru duglegir að birta myndir af honum á næturlífinu þar. Hinn 23 ára gamli Maddison var í október síðastliðnum einnig gagnrýndur fyrir að fara á spilavíti eftir að hafa dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna veikinda.

Rodgers hefur komið Maddison til varnar og segir að verið sé að reyna að búa til slæma ímynd af honum.

„Þetta er 23 ára strákur sem er einhleypur og hann var í viku fríi. Við reynum að kenna þeim á ýmsan hátt en þetta er ekki eitthvað sem ég hef áhyggjur af," sagði Rodgers. „Ég get einungis dæmt hann út frá tíma mínum hér og það er næstum komið eitt ár. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir mig."

„Þetta er sjarmerandi ungur maður og hann sýnir fólki mikla virðingu. Hann sýnir því virðingu sem hann hefur hér hjá Leicester. Hann er frábær strákur. Ef þú ert sjö eða átta ára strákur að fylgjast með fótbolta þá viltu vera James Maddison."


Athugasemdir
banner
banner
banner