Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 22:10
Victor Pálsson
Enginn leikmaður tapað boltanum oftar en Alexander-Arnold
Mynd: Getty Images
Það er enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur tapað boltanum oftar en Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, á þessu tímabili.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði en Alexander-Arnold átti ekki góðan leik gegn Leicester City í dag sem tapaðist 3-1 á útivelli.

Liverpool hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum og er nú 13 stigum frá toppliði Manchester City.

Alexander-Arnold hefur tapað boltanum 525 sinnum á þessu tímabili í deildinni sem er meira en nokkur annar leikmaður.

Enski landsliðsmaðurinn er enn aðeins 22 ára gamall en hann er oft gagnrýndur fyrir varnarvinnu en þykir góður fram á við.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alexander-Arnold spilað 114 deildarleiki fyrir Liverpool og skorað sjö mörk.


Athugasemdir
banner
banner