Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 13. febrúar 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórar mismunandi tillögur um fyrirkomulag í efstu deild karla
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram leggur til 14 lið í efstu deild og áfram tvöfalda umferð.
Fram leggur til 14 lið í efstu deild og áfram tvöfalda umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir leggur til að liðum í efstu deild verði fækkað í tíu og það verði spiluð þreföld umferð.
Fylkir leggur til að liðum í efstu deild verði fækkað í tíu og það verði spiluð þreföld umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA vill áfram tólf lið í efstu deild en þrefalda umferð.
ÍA vill áfram tólf lið í efstu deild en þrefalda umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir nákvæmlega tvær vikur mun 75. ársþing KSí fara fram. Í ár verður það haldið með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarbúnað vegna kórónuveirufaraldursins.

Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 27. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 17:00 sama dag.

KSÍ hefur núna gefið út hvaða tillögur verða teknir fyrir á þinginu en athygli vekur að það eru fjórar mismunandi tillögur um fyrirkomulag á efstu deild karla.

Það hefur verið mikil umræða um breytingu á núverandi fyrirkomulagi í Pepsi Max-deild karla. Núna eru tólf lið í deildinni og 22 leikir spilaðir sumar hvert. Mikil umræða hefur myndast um að fjölga leikjum í deildinni og lengja tímabilið.

Það eru fjórar tillögur um hvernig hægt sé að breyta fyrirkomulagi deildarinnar og verður rætt og kosið um þær á þinginu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig málin þróast eftir það. Tillögurnar koma frá stjórn KSÍ, Fram, Fylki og ÍA.

Tillaga frá stjórn KSÍ
„33.4. Í efstu deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppni skal leikin einföld umferð á milli sex efstu liða annars vegar og á milli sex neðstu liða hins vegar skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í öðrum öllum landsdeildum karla og kvenna er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni."

stjórn KSÍ til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutans er leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Nánari útlistun á fyrirkomulagi í úrslitakeppni yrði komið fyrir í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót af stjórn KSÍ.

KSÍ leggur þetta til eftir skýrslu frá starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla.

Tillaga frá Knattspyrnudeild Fram
Fram leggur til að fjölga liðum í 12 í 14 í Pepsi Max-deild karla en áfram yrði leikin tvöföld umferð með sama leikjafyrirkomulagi.

„Lagt er til að liðum í efstu deild karla fjölgi úr 12 í 14 lið keppnistímabilið 2022. Keppnistímabilið 2021 fellur aðeins eitt lið úr efstu deild karla. Úr 1.- 4. deild karla fara þrjú lið upp úr hverri deild og eitt lið fellur úr hverri deild (sjá nánar á skýringamynd hér að neðan). Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma. Myndi það efla íslenska knattspyrnu til framtíðar. Samhliða myndu þannig fleiri leikmenn fá betri leiki. Félög á landinu, í 1.-4. deild, fá aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri í ljósi þess að færri lið falla milli deilda en áður. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis, og fyrirsjáanlegu framhaldi á því, er mikilvægt að félögin fái tækifæri til að skoða rekstur sinn og stefnur. Samhliða því munu fleiri félög eiga möguleika á því að klífa upp milli deilda og komast þannig í auknar tekjur. Slíkt myndi leiða af sér betri og faglegri umgjörð sem er félögum til mikilla hagsbóta."



Tillaga frá Fylki
Fylkir leggur til að liðum verði fækkað í efstu deild og fjölgað í 1. deild karla, þannig að þau verði tíu í efstu deild og 14 í 1. deild. Þá verði leikin þreföld umferð í efstu deild og tvöföld í 1. deild með umspili á milli félaga í 2.-5. sæti um laust sæti í efstu deild skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

„Þrjár tillögur komu helst til greina hjá starfshópi um fjölgun leikja í efstu deild. Knattspyrnudeild Fylkis telur að markmið þau sem starfshópurinn setti sér náist fyrr og betur með 10 liða deildarfyrirkomulagi í efstu deild með þrefaldri umferð og sú leið sé bæði sanngjarnari og greiðfærari. Sömuleiðis sé fjölgun í 1. deild karla tímabær, fleiri leikir, lengra tímabil og fleiri leiktækifæri fyrir yngri leikmenn. Mörg metnaðarfull félög bíða færis á að spreyta sig í efstu deild. Að auki, og til að koma til móts við aukinn ferðakostnað í 1. deild karla leggjum við til að stjórn KSÍ komi á ferðasjóði fyrir 1. deild með sérstöku framlagi úr efstu deild og frá KSÍ."

Tillaga frá ÍA
ÍA leggur til að það verði áfram tólf lið í efstu deild en þrjár umferðir spilaðar; 27 leikir.

Knattspyrnufélag ÍA styður ekki tillögu starfshóps KSÍ en leggur til að ganga lengra með það í huga að tækifæri félaganna í efstu deild karla verði sem jöfnust, leikjum í Íslandsmóti fjölgi um 11 á lið með nýrri þriðju umferð og með því að hefja keppni fyrri komi íslensk félagsliða væntanlega betur undirbúin til leiks í júní/júlí þegar Evrópumót hefjast.

Þá leggur KSÍ til að það verði skipaður starfshópur um á deildakeppnum í Pepsi Max deild kvenna, 1. deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla, 2. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla. Þeim verði gert að rýna í núverandi fyrirkomulag á deildakeppnum framangreindra deilda og jafnframt kanna mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi viðkomandi deilda. Markmið starfshóps/starfshópa verði að skoða þau tækifæri sem eru til framþróunar á knattspyrnu í hverri deild fyrir sig m.t.t. deildarfyrirkomulags/umspils. Þá verði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða nýja bikarkeppni félaga í neðri deildum karla og kvenna.

Lesa má um allar tillögur fyrir ársþingið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner