Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Juventus og AC Milan fylgjast með stöðu mála hjá Ziyech
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech gæti verið á leið burt frá Chelsea eftir einungis eitt tímabil hjá Lundúnarliðinu.

Samkvæmt ítölskum miðlum þá eru stórliðin Juventus og AC Milan að fylgjast grannt með gangi mála hjá leikmanninum hjá Chelsea og eru bæði lið reiðubúin að fá leikmanninn á láni.

Ziyech hefur einungis verið í byrjunarliðinu í einum leik undir stjórn nýja stjóra Chelsea, Thomas Tuchel. Það var í fyrsta leik stjórans sem endaði með markalausu jafntefli gegn Wolves.

Síðan þá hefur hinn 27 ára gamli Ziyech verið ónotaður varamaður í sigurleikjum gegn Tottenham og Sheffield United og þá var hann ekki í leikmannahópum í leiknum gegn Burnley.

Ziyech kom til Chelsea frá Ajax fyrir 37,8 milljónir punda og hefur hann spilað 19 leiki fyrir félagið á þessari leiktíð. Hann var í byrunarliðinu í sigurleiknum gegn Barnsley í bikarnum í gær en var skipt útaf velli í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner