Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Fyrsta markið að mínu mati rangstaða
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Þetta var leikur sem við áttum að vinna," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 3-1 tap gegn Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool tók 1-0 forystu í leiknum á 67. mínútu en endaði á því að tapa leiknum eftir mikið hrun á síðustu tíu mínútum venjulegs leiktíma.

„Við spiluðum góðan fótbolta, vorum mikið með boltann og vorum ofan á í leiknum. Við skoruðum mark, hefðum getað og áttum að skora fleiri, en hvað með það. Það er allt í góðu en svo fá þeir vítaspyrnu sem var svo breytt í aukaspyrnu, það var dæmd rangstaða sem var svo ekki rangstaða. Mark. Það hafði mikil áhrif á leikinn. Þetta er eitthvað sem verður að breytast. Fyrsta markið er að mínu mati rangstaða."

„Það voru þrír leikmenn rangstæðir en svona er þetta. Í öðru markinu var misskilingur á milli leikmanna, augljóslega. Við eigum að öskra í þessari stöðu og ég heyrði ekkert öskur. Ég var ekki hrifinn af þriðja markinu. Við vorum svo opnir og það er ekki eitthvað sem ég get sætt mig við."

„Frammistaðan var stórkostleg í 75 mínútur og svo töpum við leiknum 3-1," sagði Klopp en Liverpool hefur núna aðeins unnið í tveimur af síðustu tíu deildarleikjum sínum.

Sjá einnig:
Mynd: Afar tæpt með rangstöðu í jöfnunarmarki Leicester
Athugasemdir
banner
banner
banner